Fjarskipti

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 12:01:41 (1262)

1999-11-11 12:01:41# 125. lþ. 23.6 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[12:01]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir ágætt boð hv. þm. um aðstoð. Ég veit að hann mun ekki liggja á liði sínu í þessu máli frekar en öðrum í málefnalegri umræðu. Ég vil aðeins vekja athygli á því að markmið frv. eru mörg og í stuttri ræðu minni reyndi ég að draga fram meginmarkmiðin sem ég sé í þessu ágæta frv. Hv. þm. freistast til að taka aðeins einn þáttinn af mörgum út úr en ég hlakka til að vinna með honum að þessu mikla framfaramáli.