Fjarskipti

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 14:18:26 (1291)

1999-11-11 14:18:26# 125. lþ. 23.6 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[14:18]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Kannski er ekki miklu við þetta að bæta. Hins vegar er ljóst að hér er á ferðinni álit lögbærs yfirvalds í málinu. Þess er farið á leit að samgrh. fari eftir því áliti, þ.e. þetta er bara í samræmi við þær leikreglur sem hér gilda. Í stað þess að fara eftir álitinu er kölluð til önnur ráðherraskipuð nefnd í því skyni að endurskoða álit þess sem fer með þetta mál.

Virðulegi forseti. Ég ítreka enn og aftur að vinnubrögð af þessum toga eru fjarri því að vera í samræmi við þær leikreglur sem við viljum viðhafa í samfélagi okkar.