Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 12:06:01 (1353)

1999-11-12 12:06:01# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, ÁGunn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[12:06]

Árni Gunnarsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég stend við það sem ég segi og mína skoðun. Við skulum þá bara vera ósammála um að mér finnst ákaflega eðlilegt að ráðuneytin og ráðherrarnir hafi þetta vald.

Varðandi skuldabréfaflutninginn á milli deildarinnar á Sauðárkróki og Íbúðalánasjóðs á Suðurlandsbraut þá er nú einu sinni unnið með þessi skuldabréf á rafrænu formi. Hins vegar eru frumritin geymd og einungis tekin fram þegar gera þarf skilmálabreytingar á bréfunum. Ég vil spyrja hv. þm. Mörð Árnason: Hver er eðlismunurinn á því að flytja bréf með bifreið á milli húsa í Reykjavík eða Kópavogi og að flytja bréf með bifreið frá Sauðárkróki til Reykjavíkur?