Heimasíða "Hraunals" um álverið á Reyðarfirði

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 15:05:50 (1383)

1999-11-15 15:05:50# 125. lþ. 25.1 fundur 139#B heimasíða "Hraunals" um álverið á Reyðarfirði# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[15:05]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki alveg öllum á þeim vefslóðum sem komu fram í máli hv. 17. þm. Reykv. En ef þetta er svona er alveg ljóst að það er afar flókið að nálgast frummatsskýrsluna. Það er óeðlilegt vegna þess að skýrslur eiga að vera sæmilega aðgengilegar. Það er alveg rétt að grafast fyrir um það hvers vegna þetta er svona.

Auðvitað ekki hægt að bjóða fólki upp á að þurfa að fara eftir svona flóknum leiðum á netinu. Það hafa heldur ekki allir aðgang að netinu þannig að hér er hugsanlega pottur brotinn, ég skal ekki segja um það.

Ég hef ekki skoðað þá vefslóð sem virðist vera afar flókin en það er hægt að benda á að önnur skýrsla er nýkomin fram um Fljótsdalsvirkjun sem verður tekin til umræðu á morgun og hún er auðvitað aðgengileg fyrir alla þingmenn.