Umhverfismat á 220 kw. línu að Brennimel

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 15:08:23 (1386)

1999-11-15 15:08:23# 125. lþ. 25.1 fundur 140#B umhverfismat á 220 kw. línu að Brennimel# (óundirbúin fsp.), ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[15:08]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Á Hvalfjarðarströnd mun vera unnið við að mæla fyrir nýrri línu sem á að þjóna Norðuráli, 220 kílóvatta lína ofan við hálsinn við Saurbæ. Mér leikur hugur á að vita hvernig gengur með framkvæmdina og hvort þetta sé lína sem komi frá Sultartanga eða frá Nesjavöllum og hvort meiningin sé að setja þessa línulögn í umhverfismat og á hvaða stigi það verði þá gert?