Umhverfismat á 220 kw. línu að Brennimel

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 15:09:17 (1387)

1999-11-15 15:09:17# 125. lþ. 25.1 fundur 140#B umhverfismat á 220 kw. línu að Brennimel# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[15:09]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Það er víða verið að leggja margar línur og allt fer það í umhverfismat.

Ég treysti mér ekki til að svara spurningu hv. þm. nákvæmlega. Ég held þó að þarna sé um að ræða línu sem liggur frá Sultartangavirkjun frekar en frá Nesjavöllum. Það er ekki nokkur vafi að slík lína á að fara í mat á umhverfisáhrifum vegna þess að allt verkefnið á Grundartanga fór á sínum tíma í mat á umhverfisáhrifum.