Umhverfismat á 220 kw. línu að Brennimel

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 15:10:56 (1389)

1999-11-15 15:10:56# 125. lþ. 25.1 fundur 140#B umhverfismat á 220 kw. línu að Brennimel# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[15:10]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Ég held að ég hafi kannski ekki alveg skilið hv. þm. rétt í fyrri umferð. Þannig er að ef það er verið að undirbúa málið þá er það sjálfsagt gert í þeim tilgangi að málið geti farið í mat á umhverfisáhrifum og þá þekkir hv. þm. það ferli sem fylgir þegar sú skýrsla er tilbúin. En rannsóknir verða að fara fram og til þess hefur auðvitað fyrirtækið leyfi og hefur aflað sér leyfa til þess að stunda slíkar rannsóknir en rannsóknirnar eru undanfari þess að hægt sé að gera mat á umhverfisáhrifum.