Verðbætur á gjaldahlið vegamála árið 2000

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 15:24:01 (1400)

1999-11-15 15:24:01# 125. lþ. 25.1 fundur 143#B verðbætur á gjaldahlið vegamála árið 2000# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[15:24]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þegar litið er á kaflann um vegamál í fjárlagafrv. kemur í ljós að tekjumegin í þeim kafla hefur verið tekið tillit til verðbreytinga á milli ára og framreiknað. Hins vegar þegar komið er að gjaldahliðinni til vegamála þá hefur sú hlið ekki verið framreiknuð. Þessi munur þýðir að þarna er um 400 millj. kr. mismun að ræða miðað við að sömu aðferðum hefði verið beitt á báða liði. Að óbreyttu mundu því framlög til vegamála ekki skerðast um tæpar 500 milljónir heldur um tæpar 900 milljónir.

Eru þetta mistök? Ég beini þeirri fyrirspurn til hæstv. fjmrh. Er ætlunin að hafa þetta svo eða mun hann beita sér fyrir því að verðlagsforsendur beggja megin á vegamálaliðnum verði leiðréttar, þ.e. leiðréttar um þessar 400 milljónir? Eða er þetta kannski dulbúin leið til þess að draga úr ríkisútgjöldum?