Þjóðhagslegar forsendur álvers á Reyðarfirði

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 15:29:49 (1406)

1999-11-15 15:29:49# 125. lþ. 25.1 fundur 144#B þjóðhagslegar forsendur álvers á Reyðarfirði# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég hef ekki haft aðstöðu til þess að kynna mér í þaula þá útreikninga sem hv. þm. vitnaði til. Hitt er ljóst að allir útreikningar af þessu tagi byggja mjög á þeim forsendum sem notaðar eru í hvert skipti, til að mynda um orkuverð, vexti og þess háttar. Ég er alveg sannfærður um að í þeim útreikningum hjá þeim ágætu mönnum sem þingmaðurinn vitnaði til er vafalaust eitt og annað sem umdeilanlegt er. Ég hef tekið eftir því að forstjóri Landsvirkjunar hefur andmælt þessum útreikningum.

[15:30]

Ég minnist þess ekki þegar hv. þm. sat í ríkisstjórn og fyrsta skóflustungan var tekin að virkjuninni að menn væru eitthvað í vafa í ríkisstjórninni, sem þá sat, um arðsemi þessara framkvæmda. Það er eins um okkur í núverandi ríkisstjórn, við erum ekki í nokkrum minnsta vafa um að þetta er arðbær framkvæmd. Hún er hagkvæm fyrir þjóðina alla, hún er þjóðhagslega hagkvæm og hún skiptir miklu máli, ekki bara fyrir fólkið í Austurlandskjördæmi heldur fyrir þjóðina alla.