Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 14:36:17 (1472)

1999-11-16 14:36:17# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[14:36]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Viðhorf þjóðarinnar til Fljótsdalsvirkjunar er þannig, herra forseti, að 36% styðja framkvæmdina en 25% eru á móti. Þeir sem styðja virkjunina eru fleiri en hinir sem eru á móti. 40% eru óákveðin. (KolH: En matið? Hver er prósentan þar? 80%?)

Ég vil benda hv. þm. á, til umhugsunar, að umræðan um álver á sínum tíma snerist fyrst og fremst um byggðamál. Þá sögðu menn, m.a. í Alþb.: Ef við reisum álver á Keilisnesi þá ýtum við undir óhagstæða byggðaþróun. Þess vegna eigum við að hafa álver á landsbyggðinni.

Ég veit ekki til þess að þessi rök hafi nokkuð breyst. Getur verið, herra forseti, að þingmaðurinn sé þeirrar skoðunar að það sé í lagi að byggðaröskunin haldi áfram, að þar verði engin viðspyrna af því að honum þyki umhverfismálin orðin mikilvægari í dag en honum fannst fyrir nokkrum árum? Það er skoðun út af fyrir sig en ég get ekki sagt að ég sé sammála henni.