Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 15:12:54 (1478)

1999-11-16 15:12:54# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[15:12]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefur komið fram, hv. formaður þingflokks Samfylkingarinnar sagði það hér í ræðu sinni, að þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir yfir stuðningi við þetta verkefni á Austurlandi, að því gefnu að umhverfismat fari fram eins og við höfum rætt um. Mér finnst slæmt að ekki sé tekið mark á því sem hér er sagt. Ég tel að það sé ekki stjórnarliðum til framdráttar að reyna að snúa út úr orðum okkar. Við viljum setja málið í þennan farveg. Við vitum vel að það þarf ekki að fara fram lögformlegt umhverfismat samkvæmt núgildandi lögum. Við teljum hins vegar eðlilegt, þegar litið er til viðhorfa dagsins í dag, að það verði gert.

Þetta er það sem við höfum sagt. Mér finnst að menn ættu að taka mark á því og sýna hver öðrum þá virðingu á hv. Alþingi að taka mark á orðum manna í ræðustól.