Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 16:11:24 (1497)

1999-11-16 16:11:24# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[16:11]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér léttir mjög að heyra þessa afstöðu Samfylkingarinnar, þ.e. að hún er hlynnt álversbyggingu á Reyðarfirði. Það kom hér mjög skýrt fram.

Varðandi það (Gripið fram í.) hvort að við treystum málefnalegri afstöðu umhvrh. ... (Gripið fram í: Því er mótmælt að einhugur sé um þetta í röðum Samfylkingarmanna.) (JÁ: Það er ekki búið að taka ákvörðun um málið. Það hefur ekki verið formlega ...) (Gripið fram í: Formlegt umhverfismat hefur ekki verið ...) (Forseti hringir.) Hæstv. forseti. Hér eru stanslausar fréttir úr salnum.

(Forseti (ÍGP): Forseti vill biðja þingmenn um að hafa hljóð í salnum.)

Nýjar fréttir berast hér um salinn. Hvað varðar málefnalega afstöðu umhvrh. þá treysti ég henni manna best til þess að taka málefnalega afstöðu. Það er ekki málið. En hún er nú einu sinni einn af okkur 63 þingmönnum í þessum sal og það eru gömul sannindi og ný að betur sjá augu en auga. Þegar við öll 63 tökum afstöðu þá hlýtur hún að vera betur ígrunduð en þegar að einn tekur afstöðu. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÍGP): Forseti vill biðja hv. þingmenn um að hafa hljóð í salnum.)