Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 16:32:47 (1503)

1999-11-16 16:32:47# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[16:32]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson gat um þá hafa vinstri grænir mjög skýra stefnu. Hann sagði, og talaði þá væntanlega fyrir sinn flokk --- hann gerir það yfirleitt --- að hann vildi breyta Snæfelli og umhverfi þess í þjóðgarð, gott og vel. Hann sagði að hann vildi ekki virkja. Gott og vel, ég náði því. En síðan sagði hv. þm. að hann væri fylgjandi lögformlegu umhverfismati. Til hvers í ósköpunum ef það á ekki að virkja?

Herra forseti. Hv. þm. var tíðrætt um tilfinningar. Hefur hv. þm. sett sig inn í tilfinningar þess fólks á Austurlandi sem hefur beðið eftir þessari framkvæmd um árabil með von í brjósti og horft upp á endalausa flutninga af svæðinu?