Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 21:30:01 (1577)

1999-11-16 21:30:01# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[21:30]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Ræða hv. þm. um hræðsluna var merkileg. Ég veit það ekki, en það hvarflar örlítið að mér að einhver hræðsla sé í huga hv. þm. við fortíðina vegna þess að viðbrögð hv. þm. í dag, í hvert sinn sem minnst er á fortíðina, hafa verið með hræðslueinkennum.

Hvað með byggðavanda annars staðar? Má ekkert gera í byggðamálum nema allt sé leyst í einni svipan? Að sjálfsögðu þarf að taka á byggðavanda annars staðar en það útilokar ekki að eitthvað sé gert í byggðavanda á Austurlandi þó að ekkert sé gert samtímis annars staðar. ,,Geta leyst allan sinn byggðavanda með álveri``, sagði hv. þm. Hvílíkur dómur um allt sem gert hefur verið á Austurlandi og allt sem nú er verið að vinna að á Austurlandi til þess að reyna að bregðast við byggðavandanum. Þetta eru slíkir sleggjudómar að ég held að hv. þm. hefði átt að láta þá eiga sig. Þeir verða rifjaðir upp síðar.