Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 16. nóvember 1999, kl. 21:57:09 (1591)

1999-11-16 21:57:09# 125. lþ. 26.3 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 125. lþ.

[21:57]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það er erfitt að eiga orðastað við hv. þm. Ögmund Jónasson. Málið er að afar fáir meðal þessarar þjóðar hafa fylgst með og botnað í málflutningi stjórnarandstöðunnar á þingi. Það kom fram í skoðanakönnun að 80% þeirra sem talað var við vita ekki hvað þetta lögformlega umhverfismat þýðir og samt eru þeir að tala um að mikill meiri hluti þjóðarinnar vilji þetta lögformlega umhverfismat. Hvers lags eiginlega tal er þetta?