Framhald umræðu um Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 13:37:06 (1603)

1999-11-17 13:37:06# 125. lþ. 27.91 fundur 154#B framhald umræðu um Fljótsdalsvirkjun# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[13:37]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Sverri Hermannssyni, formanni Frjálslynda flokksins. Við erum að ræða þáltill. sem ekki hvílir á lagagrunni. Lögboðnar framkvæmdareglur eru ekki virtar og mér finnst eðlilegt að yfirstjórn þingsins ásamt þingflokksformönnum komi saman á fundi til að ræða þessi mál.

Hinu vil ég mótmæla sem hér hefur komið fram að þingið eigi að þakka fyrir að fá að ræða þessi mál. Hið alvarlega er að ekki er farið að lögum og því eðlilegt að stjórn þingsins taki þessi mál til athugunar.