Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 14:36:16 (1628)

1999-11-17 14:36:16# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[14:36]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég fæ tækifæri til að tala um efnahagslega hlið málsins síðar. Það er náttúrlega alveg ljóst að framkvæmdir af þessu tagi draga til sín fólk. Hvað með framkvæmdir af þessu tagi á suðvesturhorninu, hafa þær ekki dregið til sín fólk? Það hafa þær auðvitað gert. Þess vegna er málið litið jafnlvarlegum augum á Austurlandi og raun ber vitni.

Hér hafa fallið margar ástarjátningar til Austurlands. Sagt er að þar sé fallegt og að menn skilji vanda Austfirðinga. Austfirðingar eru búnir að fá grænar bólur af þessu tali þó að hinir álitlegustu menn fari með þessar ástarjátningar, eins og hv. 13. þm. Reykv. og hv. 3. þm. Norðurl. e. sem talaði hér í gær. Þeir eru uppfullir af skilningi á vanda Austfirðinga en berjast á móti þessari framkvæmd.