Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 14:42:07 (1632)

1999-11-17 14:42:07# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[14:42]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Það var ánægjulegt að ég misskildi hv. þm. Ögmund Jónasson varðandi virðingu starfa. Í raun var varla annað hægt. En hann er búinn að leiðrétta það sem betur fer.

Það er hins vegar athyglisvert þegar hann ræðir um fjárfestingarnar að hann hefur miklar áhyggjur af því þegar fjárfestingar af þessari stærðargráðu eru framkvæmdar á Austurlandi. Ef hann skoðaði nú fjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu nokkur ár aftur í tímann, þá er ég hræddur um að hann yrði ekki lengi að komast að svipaðri niðurstöðu í magni vegna þess að fjárfestingar hér hafa verið gífurlegar og þenslan að hluta til á höfuðborgarsvæðinu er að sjálfsögðu vegna þess að stóriðjuver hafa hér verið reist. Það er ábyggilega mikilvægur áfangi til að leysa örlítið þann vanda sem skapast hefur vegna þeirrar þenslu að koma á þó að ekki væri nema örlítilli þenslu í öðrum landshluta.