Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 15:35:05 (1652)

1999-11-17 15:35:05# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[15:35]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég verð alveg viðurkenna að nú skyldi ég ekki hv. þm. Kristin H. Gunnarsson, ekki frekar en þegar hann gekk í Framsóknarflokkinn. Ég er sammála því sem kom fram síðustu 20 sekúndurnar hjá honum að það ber að nýta fallvötnin. Þau eru auðvitað auðlind sem ber að nýta og við getum ekkert horft fram hjá því. En við getum nýtt þessi fallvötn þegar við erum búin að fara að lögum um umhverfismat þar sem fólk getur fengið að segja álit sitt á þessu verki og hæfustu sérfræðingar hafa farið í gegnum málið. (KHG: Viltu meina að málið sé í ólöglegu fari?)