Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:05:11 (1686)

1999-11-17 19:05:11# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:05]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ræða hv. þm. formanns umhvn. var á margan hátt merkileg. Hann byrjaði hana á að lýsa svokallaðri nytjastefnu sem hljómaði eins og hann væri að lýsa almennum subbuskap sem ég held að viðgangist ekki hér á landi og vonandi hvergi í svo miklum mæli sem hann lýsti.

Ég vil spyrja hann tveggja spurninga, annars vegar hvort hann treystir því ekki að iðnn. taki fyrir athugasemdir almennings. Iðnn. hefur boðað að almenningur muni fá athugasemdarétt. Hins vegar vil ég spyrja vegna yfirlýsingar hans um að hann væri algerlega á móti því að virkja í Fljótsdal: Hvar telur hann að eigi að virkja? Hvernig eigum við að nýta okkar orkulindir?