Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:07:48 (1688)

1999-11-17 19:07:48# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:07]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Kannski er rétt að rifja upp að nú þegar hefur málið verið kynnt fyrir almenningi og á sínum tíma bárust átta athugasemdir við málið. Fyrir umhvn. hefur legið þáltill. um að þessi virkjunaráform skuli metin eftir lögum um mat á umhverfisáhrifum. Gildir það sama um málsmeðferð í umhvn. þegar farið er fram á það að afturkalla virkjunarleyfi til Landsvirkjunar? Við skulum gefa okkur að almenningur geti haft þá skoðun að það beri alls ekki að afturkalla þetta virkjunarleyfi. Gildir þá hið sama um athugasemdarétt almennings til umhvn. eins og iðnn.? Er það mat formanns umhvn. að svo sé? Hefur mat sérfræðinga sem þar eru til kallaðir sama gildi í umhvn. og iðnn.?