Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:12:52 (1692)

1999-11-17 19:12:52# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:12]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Ræða hv. þm. var mjög einhliða, þ.e. hér voru eingöngu færð hin umhverfislegu rök í málinu. Út af fyrir sig er ekki ástæða til að gera sérstaka athugasemd við það þar sem hv. þm. er formaður umhvn. Hins vegar hefði verið skemmtilegt að fá að heyra einnig örlítið af hinni hliðinni. Það sem vakti þó sérstaka athygli mína var orðalag hans þegar hann talaði um að sú leið sem farin er útilokaði almenning frá því að koma að málinu. Hér er hv. formaður umhvn. að gefa heldur sérkennilega mynd af störfum umhvn. Þess vegna vil ég spyrja hv. þm. að því hvort hann hafi ekki tekið heldur sterklega til orða.