Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 19:30:32 (1699)

1999-11-17 19:30:32# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[19:30]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það fólst á engan hátt í orðum mínum að einhver væri ruglaður, langt frá því. Það sem hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni er hins vegar að takast er að rugla menn í umræðunni. Það er auðvitað mjög einfalt.

Ef til væru önnur atvinnuskapandi atvinnutækifæri á Austurlandi eða hvar sem er í landinu sem borið gætu sambærilegan eða jafnmikinn arð og þeir fjárfestar sem tilbúnir eru að taka þátt í þessu verkefni meta að fáist ef af því verður, þá væru menn vitanlega tilbúnir að setja fé í slíkt verkefni. Stóra vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í byggðamálunum er að önnur verkefni sem bera annan eins arð og þetta eru ekki til reiðu. Ef þau væru til reiðu þá væru fjárfestarnir tilbúnir með peninga í það.