Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 22:24:35 (1743)

1999-11-17 22:24:35# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[22:24]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það var ekki hv. þm. Sighvatur Björgvinsson sem gaf út virkjunarleyfi 24. apríl 1991. Hafi ég sagt það þá hafa það verið algjör mismæli og mér líkt að rugla nöfnum. Það gerði þáv. iðnrh. Jón Sigurðsson.

Hitt vil ég taka fram, vegna ummæla hv. þm. um að við sjálfstæðismenn vildum ekki fara eftir settum reglum auk þess sem hv. þm. hafði orð á því að umhverfislögin væru alhlít, líka gagnvart Fljótsdalsvirkjun og þeirri línulögn sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson gaf leyfi fyrir í umhvrn. 20. apríl 1994, vil ég ítreka það sem ég sagði áðan: Það er auðvitað ekki að fara eftir leikreglum að gefa slíkt leyfi út tíu dögum áður en bráðabirgðaákvæðið fellur niður. Það er ekki í anda þeirra vinnubragða sem formaður Alþýðuflokksins var að lýsa hér áðan. Um það er ég honum sammála.