Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 22:52:59 (1753)

1999-11-17 22:52:59# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[22:52]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé nokkuð ljóst að mat hefur verið lagt á framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun. Ég ítreka það sem ég nefndi í ræðu minni. Það hefur verið gert allt frá 1975. Hvað gerist þegar sérfræðingar safna upplýsingum? Þeir kynna sér svæðið, leggja mat á það og leggja síðan skýrslur sínar fyrir Landsvirkjun, fyrir hv. þm. og þannig má áfram telja.

Spurningin er hins vegar hvort við treystum mati þeirra sérfræðinga sem fengnir eru til þess að leggja mat á það svæði sem um ræðir hverju sinni. Ég tel að hv. þm., með fullri virðingu fyrir þeim öllum, hafi ekki þá sérfærðikunnáttu að þeir geti lagt endanlegan dóm á það sem þarf mikla sérfræðikunnáttu til. Hins vegar þurfum við að taka afstöðu til þess mats sem sérfræðingar, óháðir sérfræðingar, leggja fyrir okkur. Það er m.a. það sem hefur verið gert í ágætri skýrslu Landsvirkjunar.

Að lokum við ég segja við hv. þm. að með öllum breytingum á náttúru landsins erum við að feta okkur inn á óvissuslóðir. Það er nú bara einu sinni þannig, hv. þm., að lífið og framtíðin er dálítil óvissa. Spurningin er hvort við erum við tilbúin til að taka þá áhættu sem fylgir óvissunni af þessum framkvæmdum.