Innganga í Alþjóðahvalveiðiráðið

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 11:09:26 (1785)

1999-11-18 11:09:26# 125. lþ. 28.5 fundur 87. mál: #A innganga í Alþjóðahvalveiðiráðið# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[11:09]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Á sínum tíma var ég andvígur því að við segðum okkur úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og var eini þingmaðurinn sem hafði þá afstöðu. Ég tel að það sé brýnt fyrir okkur til þess að koma málstað okkar á framfæri að við séum í þessu ráði og ekki sé við því að búast að nokkur geri það nema við sjálfir. Ég tel þess vegna að við eigum að ganga í ráðið en með fyrirvara um það sem við teljum að við þurfum að gæta þegar við erum þátttakendur í ráðinu og tel að vinna beri markvisst að því að Íslendingar geti sem fyrst gengið í ráðið.