Rjúpnaveiði

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 12:26:04 (1816)

1999-11-18 12:26:04# 125. lþ. 28.13 fundur 116. mál: #A rjúpnaveiði# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[12:26]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Þetta er athyglisvert mál sem hér er hreyft og fróðlegar upplýsingar sem komu fram bæði hjá hv. málshefjanda, hæstv. umhvrh. og hv. þm. sem talaði á undan mér.

Ég vil gjarnan fá að vita örlítið meira hjá þeim sem betur vita, hæstv. ráðherra eða þingmönnunum sem hér hafa talað: Hvað með blýið sem fer út í náttúruna? Er eitthvað gert til að koma í veg fyrir þá mengun? Er sú mengun veruleg og hvað er til ráða í þeim efnum? Það er það sem veldur mér örlitlum áhyggjum bara af að hlusta á umræðuna.