Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 13:47:42 (1847)

1999-11-18 13:47:42# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[13:47]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Það er ekkert því til fyrirstöðu að menn taki upp nýjan lífsstíl strax á morgun. Lífsstíll okkar Íslendinga, eins og við höfum mótað hann og mér sýnist menn vilja lifa þannig hér, byggist á mikilli eyðslu og m.a. á málmum. Það er vart hægt að hugsa sér hann öðruvísi.

Ég vil vara við því að menn reki mál sitt eins og þeir lifi í öðrum heimi en þessum eyðsluheimi. Ég legg áherslu á að þeir þingmenn sem hér tala um umhverfismál séu sjálfum sér samkvæmir og geri sér grein fyrir því hvernig þeirra eiginn lífsstíll hefur áhrif á umhverfið.