Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 13:55:01 (1855)

1999-11-18 13:55:01# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[13:55]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Sverrir Hermannsson hélt því fram að við gætum í raun ekki lýst yfir stuðningi við þessar virkjanaframkvæmdir nema málið færi í lögformlegt umhverfismat. (SvH: Ekki nema hafa forsendur.) Herra forseti, forsendurnar eru gildandi lög. Má ég spyrja þingheim: Er þingheimi kunnugt um að einhverjar aðrar lagalegar forsendur séu hér en íslensk lög? Eigum við að ganga jafnlangt og hv. þm. sem hér talaði í gær og taldi að við þyrftum að sækja lögformlegar heimildir okkar til Evrópusambandsins?