Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 15:19:35 (1887)

1999-11-18 15:19:35# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[15:19]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég hafði vonast eftir því að hæstv. ráðherra kæmi inn á a.m.k. tvö atriði í lokaræðu sinni við fyrri umræðu um ... (KHG: Hann á eina eftir.) Ég biðst velvirðingar á því, ég taldi að þetta væri síðasta ræða hæstv. ráðherra.

Ég ætla engu að síður, herra forseti, að kalla eftir áliti hæstv. ráðherra á þeirri skoðun Aðalheiðar Jóhannsdóttur lögfræðings að sú ótvíræða skylda hvíli á íslenskum stjórnvöldum að láta fara fram formlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar í samræmi við lög. Þetta atriði hefur komið fram í ræðum nokkurra þingmanna hér í umræðunni en ég hef ekki heyrt nokkurn stjórnarliða taka það upp eða sýna með neinum rökum fram á að álit hennar standist ekki. Það álit hennar að stjórnvöldum beri samkvæmt lögum að láta fara fram lögformlegt umhverfismat.