Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 15:21:24 (1889)

1999-11-18 15:21:24# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[15:21]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég mun bíða seinni ræðu hæstv. ráðherra. En það er annað sem ég hefði einnig viljað fá svar við og a.m.k. var spurt um í tvígang hér í umræðunni. Það var hvort áform séu uppi um að hækka stífluna við Eyjabakka eða í Fljótsdalsvirkjun um 3--4 metra eftir að framkvæmdir eru hafnar. Verður, til þess að losna við að láta virkjuna fara í umhverfismat nú, sú ákvörðun tekin á síðari stigum framkvæmda? Þetta var reyndar útskýrt nánar í lengra máli í a.m.k. tveimur ræðum hér á undan.