Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 16:45:46 (1920)

1999-11-18 16:45:46# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[16:45]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér hefur margsinnis komið fram að um framkvæmdir Íslandssögunnar er að ræða. Það er verið að byrja á 200 milljarða dæmi. Telur hv. þm. Einar Már Sigurðarson að þetta verði kannski í síðasta skipti sem við viðhöfum gamaldags vinnubrögð og skellum okkur á magann með tunguna út án þess að taka heildstætt á málum með lögformlegu umhverfismati og að eftirleiðis verði lögformlegt umhverfismat viðhaft við öll stærri verkefni?