Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:15:18 (1937)

1999-11-18 17:15:18# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:15]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er í sjálfu sér alveg sammála hv. 5. þm. Austurl. nema að því leyti til að þó að atvinnuþróunarfélög séu alls góðs makleg --- við höfum eitt slíkt með ágætum starfsmönnum á Austurlandi sem hafa unnið gott starf --- þá gerist ekki öll atvinnuuppbygging á skrifborðum í atvinnuþróunarfélögum. Þau eru ráðgjafarstofnanir. Fyrirtækin eru undirstaðan og það þarf að fá umsvif inn í landshlutann, umsvif sem hafa t.d. reynst þessum landshluta hér mjög öflug. Eins ég sagði í fyrstu ræðu minni þá höfum við langa reynslu af þeim umsvifum á þessu svæði og þau hafa reynst drjúg í byggðaþróuninni í landinu.