Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:21:59 (1944)

1999-11-18 17:21:59# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:21]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er eðlilegt að hv. þm. Jón Kristjánsson sé stoltur og ánægður yfir því að nefndasviðið skuli vera búið að taka tæknina í sína þjónustu. Við erum öll heldur ánægð. Á bls. 2 þess þingskjals sem að við erum að fjalla um, þ.e. athugasemdir við tillögugreinina, segir, með leyfi forseta:

,,Þá er og á þennan hátt tryggð aðkoma almennings að málinu því að almenningi gefst nú kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingnefndina við hina þinglegu meðferð málsins.``

Þess vegna vil ég spyrja hv. þm.: Er auglýsing iðnn. á netfanginu sínu til þess að almenningur geti pantað tíma hjá nefndinni svo hann geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri, samanber það sem segir hér í greinargerðinni?