Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:24:12 (1946)

1999-11-18 17:24:12# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:24]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst í rauninni undravert hversu þingmaðurinn telur þjóðina áhugasama um málið. Hann reiknar þá með að öll þjóðin biðji um viðtal. Ég er reyndar nokkuð viss um að ef opnað verður á viðtöl eins og greinargerðin gefur til kynna, muni verða býsna langar biðraðir eftir slíkum viðtölum. Ég kýs að líta svo á að það hljóti að vera svo að menn geti ekki einskorðað vinnubrögðin við það að einungis þeir sem hafi aðgang að tölvu fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Aðrir hljóta að hafa einhvern rétt líka og af því að hv. þm. nefndi að viðtöl ætti að taka með nútímatækni, má þá e.t.v. reikna með því héðan í frá að nefndir fái ekki heimsóknir, heldur sitjum við með tölvurnar okkar á nefndarfundum og skoðum hverjir hafi sent inn athugasemdir?