Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 18:09:44 (1965)

1999-11-18 18:09:44# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[18:09]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Setjum þetta efnahagslega rugl, eins og hv. þm. orðar það, aðeins í það samhengi sem við erum að upplifa þessa stundina. Það er reyndar svo að upphæðin sem á að fara í fjárfestinguna hækkar með hverri ræðunni sem hv. þm. flytur hér í þinginu. Nú er það komið talsvert yfir tvö hundruð milljarðana, það var svona rétt tæpir tvö hundruð milljarðar fyrir tveimur eða þremur ræðum síðan. (ÖJ: Fullbúið álver 120 millj.) Við erum að tala um fjárfestingu fyrir 480 þús. tonna álver sem gæti kostað í kringum 200 milljarða kr. og það er verið að tala um að byggja það á tíu árum. Það þýðir 20 milljarða kr. fjárfesting á ári. Það þýðir að það er sama fjárfesting og við höfum verið með í atvinnulífinu á undangengnum fimm árum að meðaltali á ári. (ÖJ: Það er enn hærri upphæð en ég nefndi.) Þar af leiðandi erum við að tala um að halda þeim efnahagslega stöðugleika í landinu í gangi sem við höfum verið með, að halda áfram að skapa fólkinu í landinu góð lífskjör, sambærileg lífskjör og fólkið í löndunum í kringum okkur býr við. Ég trúi því ekki að hv. þm. Ögmundur Jónasson sé ekki tilbúinn til þess að taka þátt í þeirri baráttu sem fyrir höndum er þ.e. að tryggja lífskjörin í landinu. (ÖJ: Það er verið að grafa undan þeim.) Þetta byggist á því, hv. þm.