Málefni aldraðra

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 18:13:01 (2026)

1999-11-22 18:13:01# 125. lþ. 30.8 fundur 173. mál: #A málefni aldraðra# (heildarlög) frv. 125/1999, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[18:13]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi þá fjármuni sem gert er ráð fyrir að miðað sé við þá liggur svo sem enginn vísindalegur útreikningur þar að baki. Þetta varð niðurstaðan eftir mjög vandaða umfjöllun. Margir komu að þessari ákvörðun og alltaf má deila um hvort upphæðin sé of há eða lág. En þetta er niðurstaða sem menn hafa fengið og hún birtist hér.

Varðandi hitt atriðið, þ.e. efasemdirnar um samráðið, þá held ég að þær séu óþarfar í þessu sambandi. Þó að hægt sé að lesa þetta út úr svari mínu við fyrirspurn hv. þm. sem hún las hér áðan, þá sjáum við það öll sem hér viljum sjá það a.m.k. að þar sem sama fólkið situr í báðum framkvæmdanefndum að þá hlýtur það að hafa eitthvert samráð við sjálft sig.