Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 19:28:21 (2044)

1999-11-22 19:28:21# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[19:28]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. vitanði hér í ummæli flokksformannanna tveggja sem hann nefndi svo, formanns Sjálfstfl. og formanns Framsfl. Hann vitnaði í ummæli formanns Framsfl. um að nauðsynlegt væri að losa Ríkisútvarpið undan flokkspólitísku forræði. Í framhaldi ályktaði hæstv. menntmrh. svo að ekki yrði lengur vikist undan því að grípa til ráðstafana. Þetta var óljóst orðað en þetta er mikilvæg pólitísk yfirlýsing sem væri vert að heyra hæstv. menntmrh. útlista nánar fyrir Alþingi. Hvað á hann við?