Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 19:29:19 (2045)

1999-11-22 19:29:19# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[19:29]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Það sem ég átti við kom raunar fram í máli mínu fyrr í ræðunni, að vinna yrði að því að breyta lögunum um Ríkisútvarpið eins og við erum að breyta hinum almennu útvarpslagaákvæðum. Þá yrði ekki lengur undan því vikist að gera nýtt frv. um Ríkisútvarpið. Ég hef oftar en einu sinni áður í umræðum á Alþingi reifað þá hugmynd að Ríkisútvarpinu yrði breytt í hlutafélag í eigu ríkisins. Það er ein leið. Aðrar leiðir eru einnig fyrir hendi.

Einnig hefur gagnrýni á innheimtu afnotagjalda Ríkisútvarpsins aukist. Eins og hæstv. forsrh. hefur áréttað oftar en einu sinni undanfarna daga og vikur þá telur hann að innheimtukerfi fyrir Ríkisútvarpið standist ekki lengur og það verði að taka til endurskoðunar.