Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 20:39:07 (2061)

1999-11-22 20:39:07# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[20:39]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það reyni á það fyrir Samkeppnisstofnun, kannski fyrr en síðar, að komist verði að niðurstöðu um hvernig samkeppni er háttað hér á landi á milli útvarpsstöðva. Í 4. tölul. og síðan 5. tölul. þeirrar greinar sem hv. þm. vitnaði til er nánar útlistað hvaða skilyrði menn þurfi að uppfylla. En það er rétt hjá hv. þm. að ekki er gerð krafa um að þeir nái með sínum stöðvum til ákveðins fjölda manna í landinu. Sú krafa er ekki uppi í þessu frv.