Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 20:39:45 (2062)

1999-11-22 20:39:45# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[20:39]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ábending mín er sú að ljóst eigi að vera hvert þjónustustigið skuli vera sem ætlast er til, ekki hvort það nái til allra. Auðvitað viljum við helst að það mundi ná til sem flestra. En það á að vera alveg ljóst til hverra ætlunin sé að ná og það skilgreint því að um leið er þá ákvarðaður bæði starfs- og samkeppnisrammi. Samkeppnisstofnun getur ekki heldur farið að öðru en ákvæðum laga meðan þau eru gildandi. Á meðan þetta er ekki skýrt þá er ekki heldur skýrt hvernig samkeppni er háttað á milli slíkra stofnana þegar þjónustustigið er ekki ákveðið.