Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. nóvember 1999, kl. 16:18:46 (2102)

1999-11-23 16:18:46# 125. lþ. 31.12 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 125. lþ.

[16:18]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti hefur þegar undir umræðunni um fundarstjórn forseta gert ráðstafanir til þess að hafa upp á hæstv. sjútvrh. og freistar þess að hann geti komið hingað til umræðunnar. Forseti hefur ekki fengið úrlausn þeirra mála. Forseti skildi hv. þm. þannig þar sem hann er næstur á mælendaskrá að hann óskaði þess eindregið að ráðherrann yrði viðstaddur undir ræðu hans. Einn annar hv. þm. er á mælendaskrá, hv. 4. þm. Vestf., og forseti spyr hvort sá hv. þm. sé tilbúinn til þess að hefja ræðu sína án hæstv. ráðherra. (Gripið fram í.) Nei.