Stuðningur stjórnvalda við íslenska matreiðslumenn

Þriðjudaginn 23. nóvember 1999, kl. 16:48:38 (2112)

1999-11-23 16:48:38# 125. lþ. 31.18 fundur 187. mál: #A stuðningur stjórnvalda við íslenska matreiðslumenn# þál., Flm. ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 125. lþ.

[16:48]

Flm. (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ólafíu Ingólfsdóttur fyrir þær undirtektir sem við fáum við þessari þáltill. Sjálf þekkir þingmaðurinn býsna vel til landbúnaðar þar sem hún er bóndi og ég vonast svo sannarlega til þess að fleiri bændur þessa lands taki við sér í þessu máli. Enn og aftur hvet ég þingmenn og ráðamenn sem geta haft áhrif á það að íslenskt lambakjöt verði notað í Bocuse d'Or keppninni í Frakklandi 2001. Ef okkur tekst það er ég viss um að íslenskt lambakjöt verður enn þekktara en það er, okkur gangi betur að selja það og við getum selt það sem dýra lúxusvöru. Að þessu skulum við keppa og ég þakka þingmönnum enn og aftur fyrir undirtektirnar.