Tillaga Samfylkingarinnar um opna nefndarfundi

Miðvikudaginn 24. nóvember 1999, kl. 13:10:47 (2118)

1999-11-24 13:10:47# 125. lþ. 32.93 fundur 170#B tillaga Samfylkingarinnar um opna nefndarfundi# (aths. um störf þingsins), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 125. lþ.

[13:10]

Jóhann Ársælsson:

Herra forseti. Við vorum einmitt að biðja um að málið færi til forsn. sem héldi um það fund sem allra fyrst. Það að við lögðum ekki þessa tillögu fram í gærmorgun á sína skýringu. Við komum því til skila að við ætluðum að flytja þessa tillögu. Þingflokkurinn samþykkti þessa tillögu, hún var samþykkt á þingflokksfundi og við sendum hana út sem fréttatilkynningu frá þingflokksfundi. Tillagan var síðan flutt í nefndinni í morgun og stóð ekki til að flytja hana fyrr.

Mér finnst æðilangt gengið að kalla þetta þeim nöfnum sem hv. þm. gerði hér. Nú er vinnuferlið rétt að hefjast. Ef menn meina eitthvað með því sem þeir hafa sagt í þessari umræðu um að leyfa eigi almenningi að koma að þessu máli við nefndina þá hljóta menn að vilja taka jákvætt á því. Ég held að það væri betra en að hnotabítast út af þessu máli, að enda það með því að hv. forsn. komi saman, taki á þessu og geri nefndinni kleift að vinna í þeim anda sem hæstv. iðnrh. bauð upp á með ræðu sinni á hv. Alþingi þegar hann fór yfir málið. Hann vildi að almenningur fengi kost á því að koma að máli við nefndina.