Vinna umhvn. við skýrslu Landsvirkjunar og yfirlýsing Norsk Hydro

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 10:51:28 (2144)

1999-12-02 10:51:28# 125. lþ. 34.91 fundur 172#B vinna umhvn. við skýrslu Landsvirkjunar og yfirlýsing Norsk Hydro# (aths. um störf þingsins), ÁMöl
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[10:51]

Ásta Möller:

Virðulegi forseti. Ég á sæti í umhvn. og hef tekið þátt í þeirri umræðu sem þar hefur farið fram. Það er ekki eins og við séum að kynna okkur þetta mál í fyrsta sinn þessa dagana. Við höfum verið að skoða þetta mál allt frá því í vor og ég er viss um að ég er ekki eini þingmaðurinn sem lá yfir þessum plöggum meira og minna í fleiri vikur í allt sumar. Við kynntum okkur málið fyrir austan, höfum fjallað um þáltill. um mat á umhverfisáhrifum og síðan þáltill. um Fljótsdalsvirkjun.

Þeir gestir sem hafa komið á fund okkar, sem hafa verið hátt í eitt hundrað manns undanfarna daga, hafa fyllt upp í þá mynd sem við höfum haft í höndunum fram til þessa. Skýrsla Landsvirkjunar er ákveðið undirstöðuplagg, þáltill. iðnrh. er ákveðið undirstöðuplagg og aðrar upplýsingar bæði fyrr og síðar hafa fyllt upp í þessa mynd.

Ég sé enga ástæðu til annars en að umhvn. geti afgreitt þetta mál á mánudaginn.