Byggðastofnun

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 11:23:08 (2148)

1999-12-02 11:23:08# 125. lþ. 34.1 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[11:23]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Fyrir mitt leyti get ég fallist á hvaða aðferð sem er við að taka þá skýrslu sem hv. þm. nefndi til umræðu, hvort sem við mundum gera það í sérstakri umræðu eða eins og hv. þm. nefndi, í tengslum við þessa umræðu. Þó að þarna sé um formbreytingu að ræða þá get ég út af fyrir sig fallist á það, ef menn telja það skynsamlegt, að fulltrúar flokkanna tjái sig hér og síðan verði málinu frestað. Ef þetta verður raunin þá vænti ég þess að það hafi ekki áhrif á framgöngu málsins sem slíks, fyrir áramót. En ég get fallist á hvora aðferðina sem er, að klára þessa umræðu og hafa síðan aðra umræðu, sérstaka umræðu um þessa skýrslu sem er athyglisverð eða með þeim hætti sem hv. þm. leggur til.