Byggðastofnun

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 11:24:14 (2149)

1999-12-02 11:24:14# 125. lþ. 34.1 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[11:24]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. jákvæð viðbrögð. Ég held að málið sé einfaldlega að reyna að meta hvort sé hagstæðara fyrir framgang málsins á þinginu, að efna til sérstakrar umræðu um þessa skýrslu eða ræða hana undir þessum dagskrárlið. Fljótt á litið sýndist mér að það yrði einfaldlega tímasparnaður að efna ekki til sérstakrar umræðu um málið en ég læt það að sjálfsögðu í vald hæstv. forseta, e.t.v. í samráði við hæstv. forsrh. og formenn þingflokka, að dæma um það.