Jarðalög

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 12:15:41 (2162)

1999-12-02 12:15:41# 125. lþ. 34.3 fundur 227. mál: #A jarðalög# (lögræðisaldur) frv. 119/1999, landbrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[12:15]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir litlu frv. á þskj. 272, 227. máli þingsins. Það er frv. til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum.

1. gr. frv. hljóðar svo:

,,B-liður 47. gr. laganna hljóðar svo: Að fyrir liggi samþykki barna jarðeiganda, 18 ára og eldri, um að jörðin sé gerð að ættaróðali.``

2. gr. er um að lögin öðlist þegar gildi.

Í athugasemdum við frv. segir:

,,Með setningu lögræðislaga, nr. 71 28. maí 1997, sem tóku gildi 1. janúar 1998 var sjálfræðisaldur hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Lagaskoðunarnefnd hefur farið yfir ákvæði sem þarfnast breytinga eftir lögtöku lögræðislaganna til að samræmis sé gætt og eru jarðalögin ein af þeim.``

Þetta er ástæðan fyrir því að þetta frv. er hér flutt.

Að lokinni þessari umræðu legg ég til að málinu verði vísað til 2. umr. og landbn.