Svæðisskipulag fyrir suðvesturhluta landsins

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 15:20:29 (2205)

1999-12-02 15:20:29# 125. lþ. 34.8 fundur 183. mál: #A svæðisskipulag fyrir suðvesturhluta landsins# þál., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[15:20]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins að fá að spyrja hv. 1. flm. þáltill. hvort hún telji ekki þurfa að klára þær svæðiseiningar sem eru í gangi áður en hægt er að búa til samræmt svæðisskipulag yfir þær einingar. Sumar þeirra hafa ekki fengið neitt svæðisskipulag, á sumum er alls ekki byrjað en aðrar eru komnar ansi langt. Þurfum við ekki að taka þetta í röð, hv. þm., að gera fyrst þær einingar klárar sem eru í vinnslu áður en farið er að búa til samræmt svæðisskipulag fyrir stærra landsvæði?