Fjáröflun til vegagerðar

Föstudaginn 03. desember 1999, kl. 11:05:05 (2218)

1999-12-03 11:05:05# 125. lþ. 35.10 fundur 223. mál: #A fjáröflun til vegagerðar# (afsláttur af þungaskatti) frv. 31/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 125. lþ.

[11:05]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir svörin. Ég saknaði þess í framsögunni að hann tæki af skarið um að félagsleg hjálp eigi ekki að vera í skattalögum. Ég held að það sé stefna sem eigi að stefna að alls staðar. Það á mjög illa við að skattstjórar séu jafnframt að veita félagslega hjálp eins og við þekkjum. Frægasta dæmið er 66. gr. tekjuskattslaganna. Ég vildi gjarnan spyrja hæstv. fjmrh. hvort hann væri til í að huga að því að taka félagslega hjálp út úr skattalögum almennt og setja hana inn í lög um félagslega hjálp.